Hugmyndir frá OECD

Fyrir rétt tæpu ári síðan, nánar tiltekið hinn 28. febrúar 2008, sat ég blaðamannafund sem fulltrúar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) héldu á Grand Hotel í Reykjavík. Þar voru þeir að kynna skýrslu sína um stöðu íslenska hagkerfisins og hugmyndir um hvað betur mætti fara.

Meðal þess sem þar var fjallað um var einmitt að lækka lyfjakostnað ríkisins og miðað við frétt mbl.is voru tillögur OECD nokkurn veginn þær sömu og reglugerðin sem nú hefur verið kynnt. Að mínu mati eru þessar aðgerðir af hinu góða, þær spara peninga en eru mun sársaukaminni en t.d. uppsagnir eða lokanir og skerða að sama skapi ekki þjónustu heilbrigðiskerfins að neinu leiti.

Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra þegar Val Koronzay og félagi hans frá OECD kynntu tillögur sínar og ég sé af annarri bloggfærslu við þessa frétt að reglugerðin hafi verið tilbúin í heilbrigðisráðuneytinu áður en stjórnarskiptin urðu. Hvers vegna í ósköpunum var hún ekki sett í framkvæmd? Það er til lítils að setja svona plögg ofan í skúffu. Fyrir vikið hefur Ögmundi tekist að skora stig á kostnað sjálfstæðismanna, sem er gott.

Að lokum vil ég segja að ég tel að stjórnvöld myndu gera vel í að ráða áðurnefndan fulltrúa OECD sem ráðgjafa sinn, hann er hættur störfum hjá stofnuninni en mér er sagt að hann hafi fylgst með á Íslandi í nokkra áratugi og þekki vel til.


mbl.is Lyfjaútgjöld lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband