Góður sigur í Madrid

Eftir að hafa, með öðru auganu, horft á Real Madrid skora sex mörk í einum hálfleik gegn Real Betis um helgina var ég farinn að óttast að Evrópuævintýri ársins myndi ljúka í þessari umferð. En eftir fyrri leikinn er ég fullur bjartsýni.

Rafa Benitez hefur enn og aftur sannað að þegar kemur að Meistaradeildinni eru fáir honum fremri og það er aldrei að vita nema Liverpool og Man. United eigist við í úrslitaleiknum í vor. Er það ekki draumaúrslitaleikurinn?

Þá held ég að mínir menn hafi það á meðan stuðningsmennirnir kyrja hin ódauðlegu orð sem Gerry og gangráðarnir gerðu svo vinsæl: You'll never walk alone.


mbl.is Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband