Áhuginn að aukast?

Svíar hafa lengi verið í fremstu röð í handbolta og eru ásamt Rúmenum sú þjóð sem oftast hefur orðið heimsmeistari en ekki er ég samt alveg viss um að ég sé tilbúinn að skrifa upp á þá greiningu blaðamanns Mogga að áhugi Svía á HM í handbolta hafi aukist með sigri sænska landsliðsins á Pólverjum. Ég held reyndar að áhuginn hafi heldur ekkert dvínað þegar Svíarnir lágu fyrir Argentínu.

Staðreyndin er nefnilega sú að handboltaáhugi er sorglega lítill hér í Svíaríki. Ég ætla ekki að ganga svo langt að kalla handboltann jaðaríþrótt í Svíþjóð en það er alveg ljóst að í baráttunni um hylli hins almenna Svía hefur handbolti þurft að láta í minni pokann fyrir íshokkí, innibandý, bandý og hinum og þessum vetraríþróttum. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri, þegar Svíar voru sem sigursælastir undir lok síðustu aldar og í upphafi þessarar var áhuginn ekkert meiri. 

Ef til vill er of djúpt í árinni tekið að fullyrða að almenningur viti ekki af HM enda hafa TV4 og kvöldblöðin, Aftonbladet og Expressen, verið afar dugleg við að reyna að vekja athygli af mótinu. Flestir hafa þó nokkurn minnsta áhuga á HM í handbolta og það mun ekkert breytast, ekki einu sinni þótt Svíar kæmust í úrslit.


mbl.is Vín, konur og koníak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband