Hefði átt að auka bindiskylduna í haust?

Þar sem ég hef verið búsettur erlendis síðan í ágúst hef ég ekki náð að fylgjast með allri umræðunni á Íslandi í vetur en ég verð að segja að mér þykir það undarlegt ef rætt hefur verið um að auka hefði þurft bindiskylduna í haust, skömmu áður en bankakerfið hrundi. Það er vel hugsanlegt að umræðan hafi verið á þann veg en hverju hefði það breytt að auka bindiskylduna í haust?

Hefði það ekki eingöngu aukið enn frekar á lausafjárvanda bankanna og jafnvel flýtt hruninu? Ef til vill hefði þá meira fé legið á reikningum í Seðlabankanum en miðað við stöðuna í ágúst reikna ég ekki með að neitt hefði skilað sér inn, þar sem bankarnir máttu ekki við því að missa krónu af því fé sem þeir þó höfðu.

Að mínu mati hefði verið óðs manns æði að hækka bindiskylduna í haust en ég man reyndar ekki eftir að hafa heyrt Davíð orða þetta á þennan hátt í Kastljósinu, kannski er þetta bara undarlega orðað hjá mbl.is. 

Að mínu mati má hins vegar deila um hvort rétt hafi verið að helminga bindiskyldu skammtímainnlána og þannig auka peningamagn í umferð verulega árið 2003. 


mbl.is Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband