Umræða á villigötum

Eftir að hafa lesið töluverðan fjölda bloggfærslna um þetta mál þykir mér ljóst að einhver misskilningur ríkir um þær innistæður sem fluttar voru úr Spron í Kaupþing. Einhverjir bloggarar spyrja hvort Kaupþing hafi þegar eytt peningunum og aðrir hvort staða bankans sé svo slæm að hann megi ekki við því að skila þessum smáupphæðum sem færðar voru yfir. Þessi umræða er eins og áður segir á villigötum.

Það kæmi mér allverulega á óvart hafi einhverjir peningar verið fluttir á milli við flutning innistæðna í Spron yfir í Kaupþing. Eðli bankastarfsemi samkvæmt eiga bankar aldrei nægt lausafé til þess að greiða út allar innlánsskuldbindingar sínar á skömmum tíma.  Hér var því eingöngu (eða að langstærstum hluta, hafi einhvert fé verið flutt) um flutning á skuldbindingum að ræða, þ.e. Kaupþing tók yfir skuldbindingar vegna innistæðna hjá Spron. Á móti þessum skuldbindingum voru sett veð í einhverjum eignum Spron. 

Í annarri frétt en þeirri sem þessi bloggfærsla er tengd við kemur fram að sú skuldbinding sem Kaupþing tók yfir sé ekki einhver smáupphæð heldur um 83 milljarðar króna. Eflaust er eitthvað af þessu innistæður fyrirtækja en gerum ráð fyrir að um fjórðungur hafi verið innistæður einstaklinga. Ég hef ekki hugmynd um hvort ótti Seðlabankans um áhlaup á Kaupþing hafi verið á rökum reistur en hættan er þó alltaf fyrir hendi. Segjum sem svo að 75% þessara innistæðna hefðu verið teknar út, það jafngildir ríflega 15 milljörðum króna sem Kaupþing hefði þurft að greiða út af eigin lausafé (enda kom lítið sem ekkert lausafé inn í bankann frá Spron).

Upphæðir af þeirri stærðargráðu myndi enginn íslenskur banki eiga auðvelt með að reiða af hendi á einu bretti í dag.

 


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Sæll Stefán og takk fyrir innlitið!

Það gildir einu hvort talað er um innlán eða innistæður, það er eins og að karpa um tómata eða túmata. Eðli bankastarfsemi er þannig að þetta fé er aldrei inni í bankanum mjög lengi, bankar lenda alltaf í vandræðum þegar úttektarfár (annað orð yfir bankaáhlaup) ríður yfir, hvort sem ástæðan er fjárfestingar eða útlán. Ef Spron hefði att eitthvert lausafé hefði sjóðurinn ekki orðið gjaldþrota.

Hvað varðar fjárfestingarnar í Existu þá minnir mig reyndar að Spron hafi undanfarin ár lítið fjárfest í félaginu, nema náttúrulega þegar um hlutafjárútboð var að ræða. Exista varð til úr Meiði sem sparisjóðirnir stofnuðu á sínum tíma og þar var Spron, eðli málsins samkvæmt, stærsti hluthafinn. Hins vegar voru það að sjálfsögðu stór mistök að losa ekki hlutinn í Existu þegar gengi félagsins stóð sem hæst.

Ég er sammála þeirri athugasemd sem ég sá að þú skrifaðir við aðra bloggfærslu sem tengd er sömu frétt að þessir „nauðaflutningar“ sem einhverjir ræða um voru töluvert betri kostur en að láta viðskiptavini Spron svífa í lausu lofti um afdrif peninganna þeirra.

Bestu kveðjur

Guðmundur Sverrir Þór, 6.4.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Einar Karl

Það má þó líka hafa í huga að fjöldinn sem Kaupþing óttast að komi og taki út peningana sína vil auðvitað alls ekki labba út úr bankanum með fullar töskur fjár, heldur einmitt bara flytja innlánsreikninginn sinn, með svipuðum hætti og hann  var fluttur til með einni tölvufærslu úr sprungnu SPRON yfir í Kaupþing.

Einar Karl, 6.4.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Málið er ekki alveg svo einfalt. Gefum okkur að allir færu yfir til MP, það myndi þýða að MP væri að taka yfir skuldbindingar upp á þá upphæð sem um ræðir án þess að fá krónu inn á móti.

Guðmundur Sverrir Þór, 6.4.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband