Hvaš heitir lobbyisti į ķslensku?

Sem blašamašur sem fjallar um efnahagsmįl lendi ég oft ķ vandręšum meš erlend hugtök, hugtök sem oft eru hin sömu ķ mörgum tungumįlum en ekki žykir viš hęfi aš birta ķ ķslenskum fjölmišlum. Eitt žessara hugtaka er infrastructure. Ķ daglegu mįli held ég aš flestir tali oršiš um infrastrśktśr ķ ķslensku en žaš orš žykir ekki par fķnt og er yfirleitt litiš hornauga af prófarkalesurum fjölmišla. Žess ķ staš ber aš tala um innviši samfélagsins og eins og nęrri mį geta getur žaš reynst heldur óžjįlt og į stundum varla viš žannig aš oft hef ég žurft aš skrifa mig einhvern veginn framhjį žessu.

Nś er ég aš lesa į sęnsku bókina Lobbyisten eftir Thomas Bodström, fyrrum fóboltamann og dómsmįlarįšherra Svķžjóšar sem margir vilja sjį sem framtķšarleištoga sęnskra jafnašarmanna. Um leiš og ég byrjaši aš lesa bókina fór ég aš velta fyrir mér žessu orši lobbyist, enda er žetta einmitt eitt žeirra orša sem blašamenn lenda išulega ķ vandręšum meš.

Mér vitanlega er ekki til neitt ķslenskt orš yfir lobbyista en žegar hópar koma sér saman um aš vinna mįlum brautargengi kallast žeir į ensku lobby groups. Žetta hefur į ķslensku veriš žżtt sem žrżstihópar, sem mér finnst mjög gott orš; žaš lżsir fyrirbęrinu mjög vel og engum dylst hvaš įtt er viš. Ég legg žvķ til aš sama prinsipp (annaš erfitt orš) verši notaš žegar talaš er um einstaklinga og aš lobbyisti verši einfaldlega kallašur žrżstir og aš ķ fleirtölu verši talaš um žrżsta (žeir eru žrżstar). 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband