Góðar fréttir

Samkvæmt könnun Capacent Gallup heldur stjórnin velli án þess að þurfa að treysta á stuðning Framsóknarflokksins. Það eru góðar fréttir.

Með þessu má ekki skilja að mér sé eitthvað illa við Framsóknarmenn sem slíka en þriggja flokka stjórnir eru alltaf veikari en tveggja flokka stjórnir og öllum er ljóst að minnihlutastjórn mun ekki lifa lengi eftir kosningar. 

Jafnframt eru það góðar fréttir að enn sem komið er hefur málþófs- og þrastaktík sjálfstæðismanna ekki virkað. Stjórnin má þó ekki slaka á því enn er töluvert í kosningar og mikið vatn getur runnið til sjávar. Það er því mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð og koma góðum málum í gegnum þingið.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona bara að þeir sem hingað til hafa verið Sjálfstæðismenn, eru hættir því en geta ekki hugsað sér að kjósa kommúnista haldi hestum sínum og skili þá frekar auðu en að lýsa yfir stuðningi sínum við strandið.

Drengur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Hlédís

Krossum fingur! - og nú skaut Geir sig í fótinn er vændi Jóhönnu um lygi í dag. Ef Flokkurinn græðir atkvæði á soddan frumhlaupi - er OKKUR bara ekki við bjargandi!

Hlédís, 17.2.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband