Krugman áhrifamikill

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að margir taka mark á því sem bandaríski hagfræðiprófessorinn Paul Krugman skrifar. Bæði er hann afburða fræðimaður (eins og Nóbelsverðlaunin sem hann hlaut í fyrrahaust sýna) og einnig vel ritfær þannig að skrif hans eru flestum aðgengileg en ekki eingöngu þeim er hafa lokið háskólagráðu í fræðigreininni.

Meðal þess sem Krugman hefur eytt miklum tíma í að rannsaka eru efnahagskreppur og er afurð þeirra rannsókna bókin The Return of Depression Economics sem kom fyrst út árið 1999. Nú, áratug síðar, ríkir ein dýpsta efnahagslægð sem heimurinn hefur séð og af því tilefni hefur Krugman uppfært bókina. Um er að ræða afbragðsgóða greiningu á ástandinu og orsökum þess, bók sem ég mæli með því að allir lesi sem hafa áhuga á samfélagsmálum.

Bókin er fáanleg á íslensku en hún kom nýlega út hjá Urði bókafélagi. Íslenskur titill bókarinnar er Aftur til kreppuhagfræði: Krísan 2008.


mbl.is Hverjir hafa mest áhrif í fjölmiðlum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband