Fullkomið gagnsæi og launaleynd

Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og formaður SUS, fjallar í ágætri færslu á bloggi sínu um þörfina á auknu gagnsæi á fjármálamörkuðum. Í nýrri færslu fjallar Þórlindur síðan um fyrirlestur sem hann sat um fullkomið gagnsæi.

Fullkomið gagnsæi, eða öllur heldur samhverfar upplýsingar, er eitt af frumskilyrðum hins blauta draums hagfræðinnar um fullkomna samkeppni og um leið fullkominn markað. Kannski er þetta eina frumskilyrðið sem raunhæft er uppfylla en ég efast um það. Fullkomið gagnsæi, útfrá sjónarhorni hagfræðinnar felur þetta einfaldlega í sér að ALLAR upplýsingar um markaðinn (í þessu tilviki rekstur viðkomandi fyrirtækis) séu aðgengilegar ÖLLUM markaðsaðilum (stjórnendum, starfsmönnum og öllum eigendum þess, stórum sem smáum, sem og öðrum fjárfestum sem ekki eiga hlut í fyrirtækinu) á sama tíma. Þannig þyrftu allir fundir að fara fram fyrir opnum tjöldum o.s.frv. og það er einfaldlega ógerlegt. Að mínu viti er fullkomið gagnsæi jafnfjarlægur draumur og fullkomin samkeppni og fullkominn markaður.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að Þórlindur gerir sér grein fyrir að fullkomið gagnsæi er óraunhæft og en get að öðru leyti tekið undir það sem hann segir um þörfina á auknu gagnsæi á fjármálamarkaði. Þó velti ég fyrir mér hvar hann vill draga mörkin. Eiga t.d. upplýsingar um launakjör allra starfsmanna fjármálafyrirtækja að liggja fyrir?

Á að gefa upp heildarlaunakostnað fyrirtækisins daglega? Á að láta upplýsingar um æðstu stjórnendur duga eða eiga allir að sitja við sama borð? Þótt það hljómi þversagnakennt brýtur launaleynd í bága við lögmálið um fullkomna samkeppni en þó er samkeppni meðal helstu röksemda fyrir launaleynd.

SUS hefur árum saman barist gegn því að upplýsingar um tekjur borgaranna séu lagðar fram hjá skattstjóra. Því má velta fyrir sér hvort samtökin ætli að láta af þessari baráttu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe. Ætli Þórlindur dragi þessa skoðun sína til baka eða styðji framtalsskrár? En fullkomið gagnsæi er a.m.k. áhugaverð hugartilraun. Spurning um að fá rökstuðning frá hagfræðidoktornum hjá CCP fyrir því afhverju allir spilarar hafi ekki allar upplýsingar?

Drengur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það er spurning. Áhugaverð pæling með CCP.

Guðmundur Sverrir Þór, 22.2.2009 kl. 22:12

3 identicon

Aldrei hef ég skilið þetta rugl í SUS með skattaskrárnar, birting þeirra er mikilvægur þáttur í skattaeftirliti - reyndar ekki í þessu skrípamyndarformi sem það er á Íslandi en Svíar t.d. nota þetta mjög mikið og góma mikið af skattsvikurum eftir birtingu skattaskránna.

Gulli (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Þar er ég sammála þér Gulli. Ekki það að ég hafi nokkurn tímann farið til skattstjóra og reynt að komast í þessar upplýsingar - ég skoða bara tekjublaðið . En eingöngu sú staðreynd að Svíar noti þetta í eftirlitsskyni ætti að herða SUS-ara enn frekar í þessu máli.

Guðmundur Sverrir Þór, 22.2.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband