Hvernig á að endurgreiða styrkina?

Það er ekki ofsögum sagt að Sjálfstæðisflokkurinn logi stafnanna á milli og æ fleiri flokksmenn tala opinberlega um að þeir íhugi úrsögn úr flokknum. Reyndar hafði ég á tilfinningunni að fleyið stæði í ljósum logum áður en styrkjahneykslið kom upp og þetta mál hefur svo sannarlega ekki orðið til þess að slökkva bálið.

Sumir telja fullvíst að flokkurinn muni aldrei bera barr sitt aftur og aðrir að hann muni jafnvel splundrast. Ekki veit ég hvort ég þori að ganga svo langt en mér finnst þó afar sennilegt að hann klofni amk í tvo flokka. Hvað sem öðru líður er ljóst að í þessu ástandi er ekki nokkur möguleiki á öðru en að flokkurinn bíði sögulegt afhroð í kosningunum (reyndar stefndi í það fyrir FL-málið) og vinstri stjórnin mun starfa áfram, góðu heilli segjum við félagshyggjumenn.

Nýkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins bíður ærinn starfi við slökkvistarfið og er hann síður en svo öfundsverður af því verkefni. Um er að ræða mikið manndómspróf og standist hann það er  framtíðarleiðtogi flokksins  fundinn. 

Bjarni hefur lýst því yfir að flokkurinn mun endurgreiða þessa stóru styrki frá FL Group og Landsbankanum en stóra spurningin er hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi lausafé til þess að reiða slíkar fjárhæðir af hendi á einu bretti. Þetta er spurning sem ég veit að brennur á mörgum en mér vitanlega hafa fjölmiðlar ekki sett hana fram, ennþá.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Kristján Þór sé ekki pínu sáttur við að hafa ekki unnið formannskjörið akkúrat núna? Þó ég viti nú að hann hefði nú áreiðanlega haft lúmskt gaman af því að fá eins krefjandi verkefni og að endurbyggja sjálfstæðisflokkinn.

Gulli (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:22

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Spurning hvort það sé vinnandi vegur að endurbyggja FLokkinn!

Guðmundur Sverrir Þór, 11.4.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband