Of snemmt að segja um langtímaáhrif evruaðildar

Efnahagserfiðleikar Íra verða án nokkurs vafa vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar Íslands enda mjög hentug að benda á að þrátt fyrir aðild að ESB eigi Írar í miklum vanda.

Ég ætla ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur í írskum efnahagsmálum enda hef ég svo sem lítið kynnt mér írska hagkerfið. Úr grunnnáminu í hagfræði minnist þess þó að írska efnahagsundrið (Írland hefur verið kallað keltneski tígurinn með vísan til tígrishagkerfa Asíu) er að stórum hluta til komið vegna þess að hagkerfið var opnað upp á gátt, ekki ósvipað því íslenska. Reyndar var gengið enn lengra en á Íslandi, t.d. var búið til frísvæði í Shannon (og a.m.k. eitt til viðbótar ef mig misminnir ekki).

Hagkerfið hefur því þanist út á undanförnum áratugum, aðild landsins að Myntbandalaginu hefur ýtt enn frekar undir þensluna, og því þykir mér ekkert ólíklegt að hagkerfið sé einfaldlega orðið mun stærra en efni standa til. Írland er ekki, ekkert frekar en Ísland, það stórt hagkerfi að það geti til lengdar staðið af sér þann öldugang sem nú ríkir í heimshagkerfinu - sérstaklega ef of geyst hefur verið farið í þenslunni.

Írland varð aðili að Myntbandalaginu í góðæri og því er eflaust ólíklegt að hagkerfið sé ennþá búið að aðlagast hagsveiflu meginlandsins (sync-a eins og það heitir á tæknimáli) enda eðlilegt að ætla að slíkt gerist ekki fyrr en eftir fyrstu niðursveifluna. Að mínu mati er því heldur snemmt að segja til um hver langtímaáhrif evrunnar á írska hagkerfið eru - hvort evran reynist sá öryggispúði sem hún getur verið eður ei.


mbl.is Óttast að Írland verði gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Heilaþveginn ESB sinni sagði mér þegar hann var rökþrota, eftir að hafa búið í Svíþjóð, að bananar hefðu lækkað, þessi maður er búsettur á Íslandi í dag.

Hörður Einarsson, 16.2.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það var mjög bent á af ESB og Evru sinnum að Írland væri dæmi um velheppnað ESB og Evru ríki. Að Írar þökkuðu Evrunni og ESB fyrir sinn góða árangur.

málið er kannski ekki að það sé ESB eða Evrunni að kenna að svona fór. heldur mun frekar að Evran og ESB hjálpuðu ekki neitt til. nema til þess að gefa Írum tækifæri á að þjóðnýta lífeyrisjóði landsins til að leggja inn í bankana og ábyrgjast lán sem ásamt skuldum, munu nema 265% af þjóðarframleiðslu Íra. Skuldirnar hér á landi munu fara hæst upp tæp 200% ef á versta veg fer og allt IMF lánið er talið sem hrein skuld án eigna. 

Evran hefur aldrei farið í gegnum kreppu. spurningin er, getur Evran lifað af kreppu? 

Fannar frá Rifi, 16.2.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Hörður: Bananar lækkuðu, og margt fleira. Ég hef búið í Svíþjóð áður en landið gekk í ESB og ég hef búið í Svíþjóð eftir að landið gekk í ESB. Nú er ég fluttur til Svíþjóðar í þriðja sinn og ég get fullyrt að hér er töluvert betra að búa en á Íslandi, hvort sem það er ESB að þakka eða ekki.

Fannar: Ég er ESB- og evrusinni en hef aldrei bent á Írland sem gott dæmi um velheppnað ESB-ríki. Eins og ég sagði í bloggfærslunni hefur evran ýkt þensluna enn frekar en það er ekki evrunni að kenna heldur Írum sjálfum, ESB getur ekki bannað landinu að þenjast út. Írar hafa hingað til ekki haft ástæðu til þess að sync-a að hagsveiflu Myntbandalagsins en þeir munu gera það. Það þarf nefnilega kreppu til þess að viljinn sé til staðar.

Hvernig heldur þú að næsta hagsveifla verði á Íslandi ef ekki er tekin upp önnur mynt? Ég held að þenslan verði enn meiri og að fallið verði enn dýpra. 

Ég sé engin hagfræðileg rök fyrir því að evran lifi ekki af kreppuna.

Ég geri mér grein fyrir því að ég mun ekki snúa ykkur í þessum málum en þið munið heldur ekki snúa mér. En það er samt gaman að ræða málin ;).

Guðmundur Sverrir Þór, 16.2.2009 kl. 07:56

4 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Eitt sem einnig er mikilvægt að komi fram. Maður getur verið evrusinni án þess að vera hrifinn af reglugerðarbákninu í Brüssel.

Guðmundur Sverrir Þór, 16.2.2009 kl. 08:05

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

núverandi vandi okkar er tilkominn vegna handónýttrar ESB og EES löggjafar.

hvernig geturu sagt þetta að þenslan verði enn meiri og fallið enn dýpra? núna ertu bara að fullyrða út í bláinn. Bankarnir á Íslandi fóru í 11 falda þjóðarframleiðslu. fóru hrykalega skuldugir. Alveg eins og Írar sem eru með banka sem fóru 11 falt fram úr þjóðarframleiðslu.

Evran er gagnslaust fyrirbæri og ESB hefur ekkert gert nema að búa til miðstýrt regluverkaveldi skriffinna, sem ESB löndin borga allt of mikið til. 

Guðmundu víst þér er svona tíðrætt um hagfræði. bentu mér á hagfræðilegarök afhverju Evran ætti að lifa af. Af þeim 3 þáttum sem þarf að vera til staðar fyrir sameiginlegum gjaldmiðli, þá er enginn þeirra til staðar á Evru svæðinu. Evran er ekki byggð á hagfræðilegum rökum eða hugmyndum. Hún er byggð á stjórnmálalegum rökum, löngunum og draumum um gamla Rómarveldið. Ein Evrópa. 

Spánn, Írland, Grikkland, Ítalía, Portúgal eru á válista yfir lönd sem talinn eru að muni ekki getað greitt skuldir sínar. þessi lönd, ESB og Evru lönd, eru kominn í sama hóp og Ísland. Evran og ESB hafa ekkert gert til þess að hjálpa 15% atvinnuleysinu sem eykst og eykst á Spáni. 

Sættu þig við það. Það eru engin hagfræðileg rök í raunveruleikanum um gagnsemi Evrunar. Einu rökinn eru einhver pappírsrök sem menn ímynda sér að virki ef heimurinn væri fullkominn. 

Fannar frá Rifi, 16.2.2009 kl. 10:18

6 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Er það ESB að kenna að íslensku bankarnir gengu of langt og er það ESB að kenna að íslenska ríkið svaf á verðinum þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir hæfra fræðimanna á borð við Robert Aliber? Ísland er of lítið til þess að standa að baki eigin gjaldmiðli og krónan mun alltaf verða leiksopi "óprúttinna miðlara." Þess vegna segi ég að næsta þensluskeið verði enn meira og næsta kreppa enn dýpri.

Já mér verður tíðrætt um hagfræði enda er ég hagfræðingur og tel mig hafa sæmilegt vit á því sem ég er að tala um. Evran mun lifa af einfaldlega vegna þess að öflugustu hagkerfi Evrópu hafa snúið bökum saman um efnahagslega samvinnu, verði þessi kreppa fall hennar er það ekki vegna þess að hún er ekki nógu öflugur gjaldmiðill heldur vegna þess að samstaðan springur.

Ástæða þess að löndin sem þú telur upp eiga í erfiðleikum er ekki sú að þau séu aðilar að ESB heldur sú að þau hafa ekki haldið nógu vel um taumana í efnahagsmálum, það er ekki hlutverk ESB að segja aðildarlöndum sínum fyrir verkum. Hverju væri Spánn bættari hvað atvinnuleysi varðar væri landið ekki aðili að ESB?

Eigum við ekki bara að vera sammála um að vera ósammála?

Guðmundur Sverrir Þór, 16.2.2009 kl. 11:04

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðmundur.

ESB og Evran. gerði ekkert til að hjálpa þessum ríkjum. ESB gerði ekkert gagn. Hjálpaði ekki neitt og bætti ekki neitt, alveg öfugt við það sem ESB og Evru sinnar hafa haldið fram um ágæti ESB og Evrunar. 

of lítið til að standa að eigin gjaldmiðli? kannski ef við ætlum að vera með frjálsafljótandi krónu og stefna á að reisa hérna fjármálamiðstöð.  en þar sem Ísland er útflutnings og framleiðslu ríki, þá mun krónan styrkjast. auðlindirlandsins sjá til þess. en við munum aldrei fá aftur styrkleikann sem hér var falsaður með erlendum lánum. það er bara að heimska að miða við gengið 80 á móti evru og segja að það sé eitthvað norm. 

". Evran mun lifa af einfaldlega vegna þess að öflugustu hagkerfi Evrópu hafa snúið bökum saman um efnahagslega samvinnu, verði þessi kreppa fall hennar er það ekki vegna þess að hún er ekki nógu öflugur gjaldmiðill heldur vegna þess að samstaðan springur." 

ok, hvernig hafa þau snúið bökum saman? nefndu eitt dæmi þar sem ekki er um að ræða einhverja kjafta pólitík um samstöðu. nefndu eitt dæmi þar sem þjóðirnar hafa lagt saman í púkk til að hjálpa til hjá hvor öðru. það er ekki neitt dæmi. hver þjóð hefur þurft að berjast sjálft við vandan. samstaðan er enginn og þess vegna á ESB og Evran enga framtíð. meðan Þýskaland hleypur ekki undir bagga með ríkjum eins og Spáni, þá splundrast hagkerfið.

og já Spánn væri betur settur ef þeir væru með Pesóinn. Þá væri gengið löngu búið að falla og spánn væri þetta ódýra land sem við munum eftir frá því í gamla daga. þá væru líka fleiri með vinnu. þegar gengið fellur ekki, þá leiðréttir hagkerfið sig á annan máta. bein launalækkun eða atvinnuleysi. allt er skárra en atvinnuleysi, geturu ekki verið sammála því? 

Fannar frá Rifi, 16.2.2009 kl. 11:20

8 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég get verið sammála því að margt sé betra en atvinnuleysi og ég er líka ánægður með að við skulum vera orðnir sammála um að ástand efnahagsmála í Íslandi er ekki ESB að kenna.

Ég er hins vegar ekki sannfærður um að atvinnuleysið á Spáni sé evrunni að kenna, hækkandi verðlag á Spáni er ekki evrunni að kenna heldur einfaldlega því að æ fleiri ferðamenn koma þangað og eftirspurn eykst. Vissulega væri gott að geta leikið sér að genginu hvernig sem er en það gengur ekki til lengdar í opnum hagkerfum dagsins í dag, hvort sem um er að ræða Spán eða Ísland. Ef Ísland ætlar að vera útflutningsríki er landinu enginn hagur í því að einangra sig.

Markmiðið með Evrópusambandinu er ekki að ríki hjálpi til hjá hvort öðru - leysi efnahagsvanda hvors annars, markmiðið er að koma í veg fyrir að Þýskaland og Frakkland fari í enn eitt blóðugt stríðið. Á meðan löndin eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta fara þau ekki í stríð. Aðrar þjóðir hafa séð sér leik á borði og tekið þátt í samstarfinu og sameiginlegur gjaldmiðill er skref í því. Sú kreppa sem Evrópa stefnir í er ekki afleiðing af erunni heldur er þetta heimskreppa.

Að lokum vil ég þakka þér fyrir áhugaverð skoðanaskipti.

Guðmundur Sverrir Þór, 16.2.2009 kl. 15:52

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

já og nei. ég er ekki að halda því fram að núverandi ástand sé evrunni eða ESB að kenna. heldur að ESB og Evran hafi ekki gert neitt til aðstoða ríkinn eins og hugmyndin með stofnun myntbandalagsins var á sínum tíma.

varðandi einangrun þá ertu kominn á hálan ís. þú getur ekki kallað andstöðu við ESB aðild einangrun, því andstaðan við ESB aðild felst meðal annars í því að halda opnum viðskiptum og fríverslunarsamningum við ríki utan ESB. því þar eru jú meirihluti mannkyns. 6 af 6,5 milljörðum íbúa jarðar, búa utan við ESB.

varðandi Ísland. Þá er það klárlega ekki ESB eða evrunni kenna. ESB, sérstaklega einstök ríki þess ásamt lögum um fjórfrelsið, hefur hinsvegar bætt gráu ofan á svart varðandi þau vandamál sem við þurfum að glíma við. því EES samningurinn og fjármálalögin gerðu ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á innistæðum. heldur bara að innistæðusjóður borgaði innistæðueigendum út. 

Fannar frá Rifi, 16.2.2009 kl. 16:28

10 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Með einangrun átti ég við tilraunir til þess að loka hagkerfið af með því að hefta gjaldeyrismarkað, þ.e. taka krónuna af floti. Þeir sem selja Íslendingum vörur vilja fá greitt í gjaldmiðli sem er auðseljanlegur en það er örmiðill sem ekki er á floti ekki.

Guðmundur Sverrir Þór, 16.2.2009 kl. 19:06

11 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Góðvinur minn benti mér á að stór hluti verðhækkana á Spáni hafi orðið á einni nóttu þegar kaupmenn þar í landi gripu tækifærið við myntskiptin og hækkuðu verð hjá sér í laumi. Ég verð að viðurkenna að þetta hefur farið framhjá mér og því er það rangt hjá mér að öll verðlagshækkunin þar í landi stafi af aukinni eftirspurn. Ég biðst velvirðingar á því en tek fram að  það breytir ekki lokaniðurstöðu minni enda er ekki hægt að kenna ESB um undirförli kaupmanna í einu aðildarlandanna.

Ég vil líka skýra aðeins nánar hvað ég á við þegar ég tala um æ fleiri ferðamenn og aukna eftirspurn. Þegar verðlag í einu aðildarlanda myntbandalags er lægra en annars staðar leita íbúar annarra landa sambandsins þangað til þess að versla og þá eykst eftirspurn sem gerir að verkum að verðlag leitar jafnvægis við önnur lönd.

Guðmundur Sverrir Þór, 16.2.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband