Guðmundur Sverrir Þór
Ég er aðstoðarritstjóri á sænska blaðinu Fastighetsnytt, barnabókahöfundur og doktorsnemi í hagfræði við SLU í Uppsölum. Starfaði áður sem blaðamaður á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins og birti endrum og eins greinar sem ég skrifaði í Moggann hér á blogginu. Hef einnig gert stuttan stans í banka og í almannatengslum.
Ég hef mínar eigin skoðanir þegar kemur að hagfræði og er fráleitt alltaf sammála fræðunum. Ég tilheyri þeim hópi hagfræðinga sem aðhyllast kenningar Keynes og hef litla trú á hinum fullkomna markaði þannig að sennilega myndu einhverjir kalla mig villutrúarmann.
Hér ætla ég aðallega að blogga um efnahagsmál en einnig eitthvað um stjórnmál og annað sem fyrir kemur í fréttum. Ég mun meira að segja einstaka sinnum skrifa um íþróttir og annað sem mér dettur í hug. Ég er Evrópusinni og tel Ísland eiga að ganga í ESB, einnig er verðtryggingin mér hugleikin og þetta mun allt saman koma fram í skrifum mínum.
Ég hef mjög gaman af því að skrifa og blogga til þess að fá útrás fyrir skrifþörfina. Vil gjarnan fá athugasemdir við það sem ég skrifa en bið fólk um að gæta velsæmis og sýna virðingu.