20.2.2009 | 10:10
Og fleiri fara í kjölfarið
Illa rekin og ólífvænleg fyrirtæki verða gjaldþrota en önnur ekki. Til þess sér markaðurinn. Þetta er meðal þess sem ég lærði í grunnnámi í hagfræði og í venjulegu árferði er þetta að mestu leyti rétt, kannski svona 80% rétt.
Nú er árferðið hins vegar langt frá því að vera venjulegt og því má ljóst vera að mun fleiri fyrirtæki verða gjaldþrota á þessu ári en í fyrra. Og langt frá því öll eru illa rekin eða ólífvænleg. T.d. má gera ráð fyrir að mikill fjöldi lítilla sprotafyrirtækja sem enn eru á þróunarstiginu verði gjaldþrota einfaldlega vegna þess að aðgengi að fjármagni er ekkert.
Þetta verður að koma í veg fyrir. Í gær setti ég fram róttæka hugmynd hér á blogginu um hvernig má snúa hjólum hagkerfisins aftur í gang. Ég tel enn að þessa hugmynd megi skoða.
748 fyrirtæki gjaldþrota í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.