15.4.2009 | 15:07
Verðhjöðnun vestanhafs
Í fyrsta skipti í 55 ár mælist verðhjöðnun í Bandaríkjunum. Ekki lækkun verðbólgu eins og fram kemur í frétt mbl.is heldur verðhjöðnun, þ.e. vísitala neysluverðs lækkar á milli ára. Í gær sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, flest benda til þess að verðbólga myndi haldast lág um nokkurt skeið en nú er spurning hvort menn sjá fram á frekari verðhjöðnun.
Mér þykir líklegt að seðlabankastjórinn vilji sem minnst tjá sig um það mál þar sem verðhjöðnun er afar slæm fyrir efnahagslífið (að mati flestra ef ekki allra hagfræðinga er verðhjöðnun mun verri kostur en verðbólga - þess vegna hafa menn verðbólgumarkmiðið hærra en 0%) og þessi þróun sýnir umfram allt hversu alvarleg hin efnahagslega niðursveifla sem heimurinn er nú í er orðin.
Fed, bandaríski seðlabankinn, getur ekki brotið hagkerfið úr verðhjöðnuninni með vaxtalækkunum (vextir eru þegar komnir í lágmark) og nú verður hann að treysta á að aðgerðir Obama forseta til þess að snúa efnahagslífinu í gang beri árangur.
Lendi Bandaríkin í verðhjöðnunarhringrás er hætt við því að Hundadagakreppan verði mun dýpri en nú þegar er orðið.
Vísitala neysluverðs lækkar vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Athugasemdir
Við erum nú bara rétt að sjá toppinn á ísjakanum. Bandarískt efnahagslíf er að fara til andskotans. Peter Schiff líkti hegðun Bandaríkjanna við kafla í bók Mark Twain um Tuma Sawyer. Þar fékk Tumi það verkefni að mála giðingu. Honum tókst hins vegar að fá vini sína til þessa að vinna verkið fyrir sig og ekki nóg með það heldur borguðu þeir honum fyrir líka. Þannig hafa Bandaríkjamenn hagað sér undanfarna áratugi. Þeir eru hættir að framleiða nokkurn skapan hlut að ráði og taka lán erlendis til þess að kaupa neysluvörur (stuff). Í hagfræðinni segir að ríki noti útfluttning til þess að borga innflutning. Ef enginn er útflutningurinn þá hlaðast einfaldlega upp erlendar skuldir. Þegar komið hefur að skuldadögum hjá Bandaríkjamönnum þá taka þeir einfaldlega lán hjá öðrum löndum til þess að borga (fá td. lán frá Japan til þess að borga skuld við Kína o.sv.frv.), þetta er í raun ekki ósvipuð hegðun og Bernard Madoff sýndi með svikamyllu sinni. Nú fer að styttast í það að lánardrottnar Bandaríkjamanna átti sig á þessu og hætti að vilja borga neyslufyllerí þeirra. Þeir hugsa einfaldlega: Hvers vegna lána USA pening til þess að kaupa framleiðsluvörur okkar? Hvers vegna ekki nota peninginn til þess að auka innlenda eftirspurn og velferð?. Sú míta að Bandaríkin séu drifskaftið í efnhag heimsins mun einnig líða undir lok. Nær væri að líkja þeim við púströrið! Bandarískur almenningur er rétt að hefja sína eyðimerkurgöngu. Þessi kreppa þeirra mun dýpka og vara lengur en þeir nokkurn tíma hefur órað fyrir.
Egill (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.