Kreppan búin?

Full ástæða er til þess að hlusta þegar Paul Krugman tjáir sig um efnahagsmál en hann er að mínu mati einn hæfasti hagfræðingur heimsins í dag. Ekki skemmir fyrir að hann hefur ritað mjög góða bók um kreppur og kreppuhagfræði, bók sem nú er fáanleg á íslensku.

Mér hefur þó hingað til þótt heldur snemmt að tala um að tekist hafi að afstýra kreppu einkennast af fullmikilli bjartsýni og með fullri virðingu fyrir Krugman er ég enn þeirrar skoðunar. Ég skal þó fagna manna mest sé það raunin að kreppan hafi verið kæfð í fæðingu. Það er hins vegar eitthvað sem framtíðin þarf að leiða í ljós. Efnahagslægðin, sem ég hef kallað Hundadagakreppuna, er enn mjög djúp og þótt fjármálamarkaðir hafi tekið við sér er rétt að benda á að fjölmargir sérfræðingar telja allt eins víst að fjármálamarkaðirnir muni falla á næstu mánuðum.

Raunhagkerfin eru enn í djúpri lægð en eins og Krugman segir bendir margt til þess að botninum sé náð. Vonandi þýðir það þó ekki að nú taki við skarpt þenslutímabil því það gæti reynst skammgóður vermir og nýtt hrun átt sér stað. Betra er að hagkerfin nái jafnvægi og síðan má byggja á því, þannig að hagsveiflan sé eins og U í laginu, hættan er nefnilega sú að hagsveiflan verði eins og W og þá er hægra V-ið jafnan aðeins neðar en það vinstra.

Viðbrögð við niðursveiflunni hafa að mínu mati verið hárrét, hvað svo sem Peter Schiff og félagar hans á Youtube segja, og jafnvel má færa rök fyrir því að þau hefðu mátt vera enn harkalegri.


mbl.is Tókst að afstýra heimskreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband