Hluti af stærra spili?

Engum dylst að sjálfstæðismenn eru afar bitrir yfir því að hafa misst völdin eftir 18 ár, hegðun þeirra ber þess greinilega vitni. Sumir tala um barnaskap og aðrir um fráhvarfseinkenni en mér segir þó svo grunur að þessi framkoma þeirra sé hluti af stærra pólitísku spili.

Hin nýja ríkisstjórn hafði frá upphafi aðeins 83 daga til stefnu, ætli þeir séu ekki svona 75 eftir, áður en kosið er á nýtt og þá mun stjórnin leggja verk sín í dóm kjósenda. Eina von Sjálfstæðisflokksins til þess að ná aftur völdum er sú að stjórninni verði lítið sem ekkert úr verki. Og hvernig er best að leggja Þránd í Götu hinnar nýju stjórnar? Jú, auðvitað með því að rífast og þæfa þannig hvert einasta mál sem upp kemur út í rauðan dauðann.

Með því að segja ekki af sér tryggir Davíð Oddsson flokksfélögum sínum á þingi tækifæri til þess að þrasa og barma sér, þæfa málið, í nokkra daga til viðbótar, jafnvel viku, og sá tími er um leið ónýtur fyrir ríkisstjórnina. Um leið getur Sjálfstæðisflokkurinn bent á það í kosningabaráttu að minnihlutastjórnin hafi ekki komið miklu í framkvæmd

Það kæmi mér ekki á óvart þótt refurinn Davíð Oddsson hafi átt hlut að máli í taktískri vinnu Sjálfstæðismanna og jafnvel fleiri af kynslóð eldri sjálfstæðimanna.


mbl.is Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Rétt! Vita mátti að þóf og þref yrði stundað til að skemma sem mest. Þjóðarhagur síst í fyrirrúmi. - Mögulega gerir þetta ekki Flokknum Eina eins mikið gagn og vonast er til. Þóðin er ekki alveg eins blind og áður - en ansi skamm-minnug!

Hlédís, 9.2.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það er svo sannarlega vonandi að þjóðin nái ekki að gleyma.

Guðmundur Sverrir Þór, 9.2.2009 kl. 18:10

3 identicon

Eru þetta ekki stöðluð vinnubrögð stjórnarandstöðu á Íslandi? Ég man ekki eftir einni einustu stjórnarandstöðu sem ekki hefur fyrst og fremst verið í málþófi.

Gulli (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Málþófið er náttúrulega öflugasta verkfæri stjórnarandstöðu til þess að hafa áhrif á lagafrumvörp og fleira í þeim dúr, maður hægir á ferlinu og til þess að losna við kvabbið reyna stjórnarliðar að fara í einhver hrossakaup. Það sem mér þykir hins vegar athyglisvert er hversu öflugir Sjálfstæðismenn hafa verið í málþófinu, eftir 18 ár við völd skyldi maður ætla að það tæki þá einhvern tíma að komast í gírinn.

Þess vegna tel ég líklegt að um sé að ræða þaulskipulagða taktík og að einstrengingsháttur Davíðs sé hluti af þeirri taktík.

Guðmundur Sverrir Þór, 11.2.2009 kl. 11:54

5 Smámynd: Hlédís

Hegðun ... getur átt sér efnafræðilegar skýringar.

Sammála um herstjórnarlist Flokksins Eina við að skemma fyrir nýrri ríkisstjórn, en efa að fyrrverandi einvaldur sé fær um að stjórna aðgerðum.

Hlédís, 11.2.2009 kl. 12:47

6 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég á nefnilega erfitt með að sjá hver annar en fyrri einvaldur hefur lagt á ráðin, í samráði við aðra refi sem þó eru ekki endilega í þingflokknum. Það merkilega er hversu samtaka flokkurinn virðist vera, en það fjarri þeirri sundrung sem ríkti fyrir fall stjórnarinnar. Til þess að sameina flokkinn á þennan hátt þarf kænsku og af henni á Davíð nóg.

Guðmundur Sverrir Þór, 11.2.2009 kl. 12:57

7 Smámynd: Hlédís

Þeir URÐU að sameina kraftana. Jafnvel mafíu-hópar gera það er veldi þeirra er ógnað!  Fleiri líkingar má finna!

Hlédís, 11.2.2009 kl. 13:12

8 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Kannski er það rétt hjá þér en er það ekki yfirleitt þannig að stjórnmálaflokkar klofna þegar þeir missa völdin? Sérstaklega þegar valdabarátta á sér stað ...

Guðmundur Sverrir Þór, 11.2.2009 kl. 13:19

9 Smámynd: Hlédís

Þarna eru feykisterk fjármálaöfl að baki - sem geta svo sannarleg hreyft sína taflmenn að vild - þar á meðal Margnefnda, fyrrverandi toppfígúru.

Hlédís, 11.2.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband