13.2.2009 | 13:59
Skotin í Sarajevó
Þegar ég lærði mannkynssögu í grunnskóla var okkur kennt að skotin í Sarajevó, morðið á Franz Ferdinand og konu hans árið 1914, hafi valdið fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar svo var komið í menntaskóla og ég tala nú ekki um í sagnfræðinám í Háskólanum var farið aðeins dýpra í málið og þá kom í ljós að skotin í Sarajevó voru neistinn sem sprengdi púðurtunnuna, morðið á Franz Ferdinand gaf föður hans afsökun til þess að hefja stríðið sem lengi hafi verið að gerjast.
Hið sama gildir reyndar um hrunið í kauphöllinni í New York á svarta þriðjudeginu 29. október 1929. Því hefur verið kennt um kreppuna miklu. Hrunið orsakaði ekki kreppuna, hrunið varð þegar bólan sem hafði verið að þenjast út sprakk.
Ég er ansi hræddur um að grunnskólabörn framtíðarinnar fái að læra að ótryggu veðlánin í Bandaríkjunum (ég neita að tala um undirmálslán) hafi orsakað þá fjármálakreppu sem nú geysar um heiminn enda er almennt um það talað að kreppuna megi rekja til þessara lána, sbr. frétt mbl.is. Víða er talað um subprime crisis eða undirmálslánakreppuna og það er hætt við því að það nafn muni festast við kreppuna.
En auðvitað voru það ekki þessi lán sem orsökuðu kreppuna. Eignaverðsbólan var búin að vera að þenjast út um allan heim um nokkurra ára skeið. Ótryggu veðlánin urðu til þess að menn fóru að efast og þá sprakk bólan. Lánin voru neistinn sem kveikti í púðrinu.
Bestu fréttamyndirnar valdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Góð hugleiðing hér.
Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:06
Takk fyrir það, Hallgrímur.
Guðmundur Sverrir Þór, 13.2.2009 kl. 14:54
Það sem er kennt í skólum er nú alltaf einföldun kenndi sögu í tuttugu og eitthvað ár. Stúderaði einu sinni í Uppsölum. Hef góðar miningar þaðan. Kveðja
Erling Ólafsson
erling (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.