Hetja í Svíþjóð

Reiði Svía var ekki minni en reiði Ara Abrahamian þegar hann tapaði undanúrslitaglímunni í Peking. Augljóst þótti að dómarinn hefði beitt hann órétti en þar sem ég kann lítið um svona glímu ætla ég ekki að tjá mig þar um. Sérstaklega sveið Svía þetta þar sem Ara var stærsta gullvonin fyrir leikana.

Það þarf vart að taka fram að hann er þjóðhetja hér í landi eftir leikana í Peking.


mbl.is Mótmælandinn fær ekki bronsverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantar líka alveg í fréttina að allt sem hann og sænska glímusambandið kvörtuðu yfir hefur verið tekið í gegn, dómstóllinn dæmdi Ara í hag í öllum öðrum málum. Svíar hafa kvartað lengi undan spillingu í glímunum og m.a. oftar en einu sinni kært úrslit í glímum þar sem þeir hafa talið augljóslega verið önnur brögð en glímubrögð í tafli.

 
Alþjóða Ólympíunefndin tók í hnakkadrambið á Alþjóða glímusambandinu (FILA minnir mig að það heiti) og hefur þvingað glímusambandið til að gera röð reglubreytinga, annars yrði glímunni hent út af Ólympíuleikunum.

Gulli (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:13

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Já, þetta var orðin gegnumrotin íþrótt en er það ekki rétt hjá mér að kappinn er enn í banni og verður um nokkurra ára skeið? Ferlinum er því sennilega lokið og Ara fær ekki að njóta ávaxta erfiðisins ef svo má að orði komast.

Guðmundur Sverrir Þór, 17.2.2009 kl. 20:08

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá, eller hur ....

Guðmundur Sverrir Þór, 17.2.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband