Hvaðan koma 20 milljarðarnir?

Ef ég hef skilið hugsunina á bak við þessa aðgerð rétt þá hefur Glitnir tekið veð í þessum eignum Moderna og vill tryggja að þær verði ekki seldar einhverjum á spottprís. Gott og vel. En ég hef samt tvær spurningar:

1. Hvaðan koma þessir 20 milljarðar króna? Er slíkt lausafé til í þrotabúi Glitnis?

2. Munu erlendir lánadrottnar Glitnis ekki hirða eignirnar um leið og þær eru komnar undir væng skilanefndarinnar?

Gaman væri að vita hvert verðmæti þessara eigna er.


mbl.is Bjóða milljarða inn í Moderna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1. Þessir 20 milljarðar koma frá mér.

2. Nei. Ég hef gert tvíhliða samning við skilanefnd Glitnis sem tryggir að erlendir lánardrottnar (ekki lánadrottnar) komast ekki í þær.

Ég vil benda þér á vefsíðuna: www.business-skriveri-narkoman-terapi.se. Þar færð þú alla nauðsynlega hjálp og stuðning.

Arnór Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Mig grunaði alltaf að þér hefði tekist að selja eitthvað af öllum þessum pennum sem þú tókst með þér úr vinnunni

Guðmundur Sverrir Þór, 17.2.2009 kl. 10:37

3 identicon

Ég tók enga penna en seldi hins vegar leikföng og dvd úr barnaherberginu. Auðvitað borga ég þetta og aðrir skattgreiðendur; landráða- og flóttamenn borga auðvitað ekki neitt.

Arnór Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:40

4 Smámynd: TARA

Tek undir þessar spurningar með þér...

TARA, 17.2.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður hafa íslensk lögregluyfirvöld takmörkuð úrræði að koma lögum yfir hvítflibbaglæpamenn. Þeir eru margir hverjir flæktir inn í stjórnmálaflokkana og í skjóli þeirra hefur ýmiskonar spiling þrifist vel.

Skyldi það vera tilviljun að hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur hafi hvorugur skilað ársskýrslu fyrir árið 2007 þó svo að lög um fjármál flokkanna kveði á um það?

Allt samfélagið lyktar af ýmiskonar spillingu. Og nú þegar bankakerfið og rekstur fyrirtækja er meira og minna lamað, þá dafnar neðanjarðarhagkerfið með enn meiri spillingu. Því miður.

Sjálfur tapaði eg nánast öllu sparifé mínu til 25 ára í formi hlutabréfa í bönkunum og nokkrum fyrirtækjum. Þegar hvítflibbaglæponarnir ná að plata hundruð og þúsundir slíkra áþekkra einfeldninga í heiðarleika og sparnaði, þá er auðvelt fyrir þá að komast yfir 20 milljarða, jafnvel meira.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.2.2009 kl. 11:59

6 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Guðjón: Eigum við ekki að treysta á að í skilanefndinni sitji ekki bófar? Það sem ég velti fyrir mér er hvort ríkissjóður sé að leggja bankanum til þetta fé?

Gísli: Hvort flokkarðu mig meðal flóttamanna eða landráðamanna? ;) Ég vil ekki fá lækningu við skriffíkninni sem þú hefur kvartað undan öll þessi ár.

Guðmundur Sverrir Þór, 17.2.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband