17.2.2009 | 21:57
Ráðast örlög Saab í nótt?
Eins og fram kemur í frétt mbl.is mun General Motors í kvöld kynna aðgerðaáætlun sína til þess að koma fyrirtækinu á réttan kjöl, eða öllu heldur bjarga fyrirtækinu frá glötun. Óvissan um framtíð GM, sem er eitt flaggskipa bandarísks iðnaðar, hefur áreiðanlega átt stóran þátt í hinum miklu lækkunum vestanhafs.
Það sem ekki kemur fram í frétt mbl.is, og ég hef ekki séð í neinum íslenskum fjölmiðli, er að í nótt ráðast sennilega örlög eins flaggskipa sænska hagkerfisins, Saab (ég er ekki að segja að ekki hafi verið fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum - ég hef hins vegar ekki séð neina umfjöllun). Eitt af því sem mikið hefur verið rætt um varðandi björgunaraðgerðir GM er að Saab verði lagt niður.
GM hefur reynt að fá lán hjá sænskum stjórnvöldum, að sögn til þess að bjarga Saab, en án árangurs og staðreyndin er sú að sænska fyrirtækið kostar eigendur sína stórfé. Því er alls ekki hægt að útiloka að Saab verði einfaldlega lagt niður því GM hefur án nokkurs vafa leitað allra leiða til þess að selja fyrirtækið.
Verði Saab lokað er ljóst að það verður reiðarslag fyrir sænskt atvinnulíf og því er vonandi að fyrirtækið fái að lifa áfram.
Miklar lækkanir vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég vona bara að Saabinn minn fari ekki á hausinn.
Offari, 17.2.2009 kl. 22:24
Hann gerir það varla en það gæti reynst erfitt að fá varahluti
Guðmundur Sverrir Þór, 17.2.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.