Of snemmt að blása kreppuna af

Allar helstu hlutabréfavísitölur heimsins hafa hækkað umtalsvert undanfarna daga og rekja sérfræðingar það til þess að loksins sjái fyrir lokin á vandræðum stærstu banka heims. Vissulega er þessi þróun jákvæð en það vekur athygli mína hversu varkárir allir spekingar og fjölmiðlar eru í að lýsa því yfir að tekist hafi að afstýra kreppu í heiminum.

Þetta er til marks um þá miklu óvissu sem ríkir í hagkerfum heimsins enda er lægðin ekki bundin við fjármálamarkaði eingöngu. Víða eru enn blikur á lofti um mikinn efnahagssamdrátt (yfirlýsingar Jean-Claude Trichet í liðinni viku virðast ekki hafa náð að sannfæra marga), atvinnuleysi er enn að aukast og fjöldi fyrirtækja um allan heim, stórra sem smárra, á í miklum rekstrarerfiðleikum.

Ennfremur er ómögulegt að segja til um hvort botninum sé náð. Á tímum sem þessum þarf lítið til þess að markaðurinn alvitri fyllist skyndilegu bjartsýniskasti og lækki síðan enn meira en áður þegar menn átta sig á því að bjartsýnin átti ekki fyllilega rétt á sér. 

Í þriðja lagi er ljóst að spekingarnir eru ekki jafn yfirlýsingaglaðir og áður, enginn vill vera maðurinn sem hafði rangt fyrir sér. 

Vonandi bendir hækkun undanfarinna daga til þess að betri tíð sé í vændum en það er enn alltof snemmt að blása kreppuna af.


mbl.is Hækkanir vestanhafs fjórða daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Ólason

fyrst leysum við fjármálakreppuna, og svo kemur bjartsýnin smátt saman aftur...

ef þessi lausafjárskreppa er eitthvað að leysast (allavega að byrja að leysast), þá vantar bara skref 2... bjartsýnin!! 

Kjartan Ólason, 15.3.2009 kl. 02:38

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég er sammála því að fyrsta forgangsatriði er að leysa fjármálakreppuna. En það getur tekið langan tíma að vinna aftur upp það traust sem þarf til þess að koma öðrum hjólum hagkerfanna í gang.

Hver segir að bankarnir muni taka að lána fé í þeim mæli sem nauðsynlegt er?

Guðmundur Sverrir Þór, 16.3.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband