12.4.2009 | 19:39
Klassísk stjórnunarmistök
Á sćnska viđskiptavefnum e24.se hefur oft mátt finna allskondnar fréttir, svona smá krydd í tilveru ţeirra sem telja viđskiptafréttir vera sínar ćr og kýr - líkt og ég gerđi um nokkurra ára skeiđ. Ţar sem um viđskiptavef er ađ rćđa tengjast fréttirnar yfirleitt viđskiptum á einhvern hátt, oft er tengingin frekar langsótt, og nú rétt fyrir páska birtist ein slík frétt. Frétt sem eflaust fćri fyrir brjóstiđ á strangtrúuđum og áreiđanlega einhverjum fleiri.
Fréttin var unnin úr frétt sćnska tímaritsins Chef um stjórnendahćfileika Jesú Krists og var sérstaklega einblínt á tíu helstu mistök hans sem stjórnenda. Stćrstu mistökin voru ađ mati Chef ađ ráđa Júdas Ísakaríot til starfa en annars var listinn á ţessa leiđ:
1. Ráđning Júdasar
2. Hann eyddi of miklum tíma í vinnunni.
3. Engar konur voru í stjórnendateymi Krists.
4. Hann notađi of mikiđ af líkingamáli og var yfirleitt of myrkur í máli.
5. Hann notađi ótta of mikiđ sem stjórntćki.
6. Hann undirbjó starfslok sín ekki nćgilega vel.
7. Hann var ekki samkvćmur sjálfum sér sem gat túlkast sem óákveđni.
8. Hann trassađi skattgreiđslur.
9. Hann lét framan ganga fjölskyldunni framar og sinnti henni ekki sem skyldi.
10. Honum láđist ađ móta stefnuna fyrir framtíđina áđur en hann lét af störfum.
Flokkur: Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
Athugasemdir
Hehe. Helvíti gott. Ertu ekkert hrćddur viđ ađ grasrót kristilegra demókrata á Íslandi sjái ţetta?
Drengur (IP-tala skráđ) 14.4.2009 kl. 16:50
Ekki mjög, myndu ţeir ekki bara bjóđa mér hinn vangann?
Guđmundur Sverrir Ţór, 15.4.2009 kl. 15:09
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.