Að moka möl

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, lét um helgina hafa eftir sér að hann skildi ekki hvað fólki gengi til að hvetja aðra til þess að hætta að greiða af lánum sínum. Þarna virðist Gylfi hafa fallið í gryfju sem reynist okkur hagfræðingum oft erfið: að gera ráð fyrir að fólk hegði sér rökrétt (rational) og í huga langflestra hagfræðinga er það rökrétt að standa við skuldbindingar sínar hvað sem á dynur. Önnur gryfja sem Gylfi gæti hafa fallið í er að sjá ekki hvílíkur skaðvaldur verðtrygging lánsfjár er í þessu máli.

Vandamálið við verðtrygginguna er að hún hleður aftan á höfuðstól lána og lánið hækkar þótt fólk borgi og borgi. Þetta er eins og að reyna að færa malarhaug með einni skóflu en fyrir hverja skóflu sem fer af möl kemur vörubíll og sturtar nýju hlassi af möl í hauginn. Allt skynsamt fólk myndi á endanum sjá að það er til lítils að halda áfram að moka og hið sama á við um verðtryggð lán í því verðbólgubæli sem Ísland er. Ég hef í skrifum mínum sem viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu fært rök fyrir því að með afnámi verðtryggingar myndi virkni stýrivaxta Seðlabankans aukast verulega sem og að verðbólgumynstur á Íslandi myndi til lengri tíma litið (ekki lengri tíma skv. skilgreiningu hagfræðinnar) nálgast það sem þekkist annars staðar.

Greiðslubyrðin er að knésetja mörg heimili um þessar mundir og engan skal undra að fólk íhugi að hætta að borga af lánum sínum. Það er í margra huga það rökrétta í stöðunni og er eins og að hætta að moka mölina, en til þess að slík aðgerð nái einhverjum áhrifum þarf fólk að taka sig saman um að gera það. Samstilltur kór er áhrifameiri en margar hjáróma raddir, hver í sínu horni.

Að þessu sögðu tek ég fram að ég styð ríkisstjórnina og vil gjarnan sjá Gylfa Magnússon áfram í stóli ráðherra enda tel ég óhugsandi að hann hafi fallið í framannefndar gryfjur. Gylfi er að mínu mati einn hæfasti hagfræðingur okkar Íslendinga en sem ráðherra getur hann einfaldlega ekki annað en fordæmt hugmyndir af þessu tagi, þrátt fyrir að hann hafi skilning á þeim vanda sem við fólki blasir.

Það er ekki við núverandi ríkisstjórn að sakast þótt staðan sé eins og hún er og það er hægara sagt en gert að finna varanlega lausn á vandamálum skuldara. Ég hef þó fulla trú á því að nú þegar stjórnin þarf ekki stuðning framsóknar muni hugmyndir þar að lútandi líta dagsins ljós.


mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

bara til áréttingar: "„Mjög margir eru í sambandi við okkur og hafa lýst yfir áhuga á því að fara í einhvers konar greiðsluverkfall."

Þetta er lýsing á ástandi, ekki hvatning, neyðarréttur skuldara.

Axel Pétur Axelsson, 4.5.2009 kl. 12:41

2 identicon

Þó að ég sé ekki eins sannfæður um að núverandi stjórn komi með lausnir, þá er ég að öðru leiti sammála þér.

Allaveganna þykir mér fólk oft á tíðum gleyma mannlega þættinum, svona eins og Jóndi sagði: "Þetta er ekki sanngjarnt!!!!" Hann sagði það reyndar öllu hærra og skýrar en þessi fjögur upphrópunuarmerki gefa til kynna.

Vandamálið er að fólk sem að ekki sér fyrir endanum á sínum skuldaferli, og allt fleirri lenda í því, er að gefast upp. Ég býst við að ég myndi ábyggilega láta það eiga sig að borga ef að ég væri kominn í svona stöðu. Þó ætla ég ekki að fullyrða neitt um það.

Að mínu mati verður að afnema verðtrygginguna. Þó svo að ekki væri nema til þess að gefa fólki vonarglætu. Enda kemur þetta hvort eð er alltaf niður á sama fólkinu, hvernig sem skuldirnar eru borgaðar.

Gudmundur (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:41

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Tek undir þetta nema ég styð ekki ríkisstjórnina (meirihluti Guðmunda munu vera miðjumenn) og tel að Gylfi hafi með hroka sínum gagnvart almenningi fyrirgert rétti til frekari ráðherrasetu.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 19:23

4 identicon

Mig langar að byrja á því að lýsa því yfir að ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir að styðja ríkisstjórn. Ég er flokksbundinn í Vinstri Grænum, en ég á ekki sæti í framkvæmdavaldinu, né heldur löggjafavaldinu. Mér þykir heldur langsótt að kjósandi styðji ríkisstjórn per se. Ég er aðeins nær því að skilja hvað er að styðja þingmeirihluta, það eru jú þessir kjörnu fulltrúar okkar svo að segja. En það er önnur saga. Auk þess að skilja ekki hvað það er að styðja ríkisstjórn, hreint lógistískt, þá skil ég heldur ekki hvernig er hægt að styðja ríkisstjórn almennhreint lógískt. Hið síðara er einhverskonar hjarðeðlishugsun sem er alls ekki holl og ég frábið mér slíku. M.ö.o. aðgreinum ljöggjafar- og framkvæmdarvald og tökum upp beinna lýðræði.

En burt séð frá mínum úpótísku draumórum þá tek ég undir með þér Guðmundur Sverrir, og biðst um leið afsökunar á því að heita ekki Guðmundur. Þó svo að það sé heldur óljóst hversu margir eru í "þessum vandræðum" eins og það er oft orðað. En auðvitað er stigsmunur á þessu öllu saman.

Sjálfur er ég verðtryggingarhelvíti með allt mitt, sem eru þó engar upphæðir á Reykjavíkurskala. Samlíking þín með malarmokstur er í raun hárnákvæm. Maður veltir því fyrir sér tilhvers í andskotanum maður er að borga... og hvað í andskotanum maður er að borga.

Drengur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband