3.7.2009 | 20:22
Sofandaháttur Benitez svíður mest
Alla stuðningsmenn Liverpool hlýtur að svíða undan þeirri frétt að goðið Michael Owen sé genginn til liðs við Manchester United. Hins vegar tel ég ekki við Owen sjálfan að sakast heldur eingöngu sofandahátt Rafael Benitez sem að sjálfsögðu átti að reyna að fá Owen til liðs við sitt gamla félag um leið og ljóst var að hann myndi yfirgefa Newcastle.
Hæfileikar Owen eru óumdeilanlegir og greinilegt er að hann sættir sig við að vera sóknarmaður nr. 2, nokkuð sem hefði hentað Liverpool enda hefur liðið tilfinnanlega vantað mann sem getur leyst Fernando Torres af hólmi þegar sá spænski er meiddur. Owen þekkir auk þess til hjá Liverpool og veit nákvæmlega út á hvað lífið þar á bæ gengur.
Eins og ég segi er ekki við Owen að sakast enda er hann bara í vinnunni. Eftir frammistöðu sína hjá Liverpool á sínum tíma á hann það inni hjá aðdáendum félagsins að þeir sýni honum virðingu og óski honum velgengi. Það geri ég amk og ég blæs á allt tal um að hann sé búinn að vera, enginn er séðari en Alex Ferguson í leikmannakaupum og hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Það er sofandaháttur Benitez sem svíður mest. Og hananú!
YNWA!
Owen samdi við United til tveggja ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur augljóslega ekki verið að fylgjast með þegar Owen vældi og grenjaði um að fá að fara frá Liverpool. Hann kom svo ílla fram við Rafa og Liverpool að Rafa refsaði honum með því að láta hann æfa með vara-/unglingaliðinu seinustu dagana áður en Real fekk hann. Auðvita vill Rafa ekki svoleiðis mann til sín sem hann getur ekki treyst á. Og við í Liverpool höfum ekkert með svoleiðs mann að gera heldur.
Helgi (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 21:01
Það er nú svo með Bensa, að hann virðist ekki hafa áhuga á því að fá enska leikmenn í liðið. Stefnan hjá honum virðist vera að hafa eintóma spánverja í liðinu, og ekki nóg með það, heldur líka í þjálfara teyminu. Ég er viss um að Owen á eftir að gera góða hluti hjá MU, enda valdi hann topp félag.
Hjörtur Herbertsson, 3.7.2009 kl. 21:04
Hjörtur, talarðu með rassgatinu? Benitez var að kaupa Glen Johnson = enskur leikmaður..
Matti (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 21:11
Helgi: Jú, ég man það vel að Owen og Benitez skildu ekki í góðu en það þýðir ekki að Owen geti ekki verið félaginu verðmætur. En ef maðurinn er svona ómerkilegur þá höfum við sem höldum með Liverpool varla ástæðu til þess að vera ósáttir við liðsval hans. Kannski hefur Owen þá þegar gert sér grein fyrir því sem við erum að komast að núna, að Benitez er sennilega ekki maðurinn sem mun vinna enska meistaratitilinn fyrir Liverpool.
Hjörtur: Þetta er sérlega undarlegt í ljósi reglnanna um heimaleikmenn í Meistaradeildinni, hefði verið gott að hafa einn enskan til viðbótar í hópnum. Ég er líka hræddur um að hann eigi eftir að gera góða hluti hjá MU.
Guðmundur Sverrir Þór, 3.7.2009 kl. 21:16
Það er verst fyrir Matta að það er ekki hægt að kaupa kurteisi.
Elvis (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 21:27
Enda kostar hún ekkert
Guðmundur Sverrir Þór, 3.7.2009 kl. 21:32
hefur rafa sýnt hingað til að hann viti hvað enski boltinn gengur út á? nei liver verður aldrei meistari undir hans stjórn og owen er gott dæmi um það.
hs (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 00:49
Rafa er eini maðurinn í knattspyrnuheiminum sem hefur ekki fattað þriggja stiga kerfið. Hann telur að það sé jafngott að gera tvö jafntefli í tveimur leikjum og að vinna annan og tapa hinum. Án gríns þá gerir Liverpool of mikið af jafnteflum til þess að geta orðið meistari undir stjórn Rafa.
Guðmundur Sverrir Þór, 4.7.2009 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.