7.3.2011 | 17:56
Sjandri litli kominn í hús
Þegar ég kom heim í dag beið mín lítill pakki í póstkassanum. Ég get svo sem ekki sagt að það hafi komið mér á óvart enda átti ég von á honum og ég vissi hvað var í honum. Engu að síður var það mjög spennandi tilfinning að halda á pakkanum og þótt ég væri að verða of seinn í klippingu varð ég að rífa hann upp.
Í pakkanum voru nefnilega þrjú fyrstu eintökin af barnabókinni minni, Sjandri og úfurinn. Bókin fer í dreifingu eftir rúma viku en ég fékk sem sagt fyrstu eintökin send úr prentsmiðjunni í dag.
Það er svolítið merkileg tilfinning að halda á bók sem maður hefur skrifað sjálfur og ég geri ráð fyrir að það sé enn undarlegri tilfinning í fyrsta skipti. Þetta er manns eigið sköpunarverk og það er orðið að einhverju áþreifanlegu.
Nú er bara að vona að bókinni verði vel tekið.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Snilldarframtak hjá þér vinur og ávallt rewording (verðlaunandi) að fá sitt framlag í hendurnar. Þegar hugmynd verður að kjarnföstum veruleika, að sannkölluðu sköpunarverki, þá kætist vitundin :)
Samgleðst,
Kveðja, Sigga "nágranni"
Sigga Rúna (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 22:11
Takk Sigga, það er sannarlega góð tilfinning að fá bókina í hendurnar.
Guðmundur Sverrir Þór, 9.3.2011 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.