Verulegur kostnaður

Ein helsta ástæða þess að ég tel hið opinbera eiga að leggja út í opinberar framkvæmdir, t.d. vegagerð og gangagerð, er einmitt sú að ríkið mun hafa töluverðan kostnað af atvinnuleysisbótum. Seinna, það er ekki mjög langt þangað til, munum við fá að sjá fréttir um að kostnaður hins opinbera vegna t.d. sálfræðihjálpar og fleiri félagslegra úrræða hefur aukist. Ástæðan er einfaldlega sú að það leggst á sálina á fólki, a.m.k. flestu, að vera atvinnulaust.

Með því að leggjast í mannaflsfrekar opinberar framkvæmdir má tryggja töluverðum fjölda þess fólks sem nú er atvinnulaust vinnu, fyrir mitt leiti veit ég t.d. að ég myndi frekar vilja vera úti að vinna fyrir t.d. 10 þúsund krónum meira á mánuði en atvinnuleysisbæturnar eru, heldur en að sitja heima og gera ekki neitt. Vissulega er launakostnaður ekki eini kostnaðurinn þegar framkvæmdir eru annars vegar en hann engu að síður er veigamikill kostnaðarliður. Annar kostnaður er efnis- og tækjakostnaður en mér þykir mjög líklegt að flest öll nauðsynleg tæki séu til í landinu og standi óhreyfð (óneitanlega virðast það nú hafa verið mistök að láta Impregilo-borinn fara úr landi).

Mikilvægt er að velja framkvæmdirnar vel þannig að um sé að ræða framkvæmdir sem nýtast samfélaginu í framtíðinni, gera það skilvirkara.


mbl.is Tveir milljarðar króna í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laukrétt!

Viðhald opinberra bygginga, samgöngumál og margt fleira er klárlega eitthvað sem næsta ríkisstjórn þarf að keyra í gegn. Mér dettur nú í hug að nú sé hægt að nýta tækifærið og loksins koma á almennilegum 'infrastrúktúr' fyrir ferðamannaþjónustu á Íslandi.

Drengur (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það er gott dæmi um hluti sem má fara út í. Síðan má styðja nýsköpun í ferðaþjónustu, t.d. að merkja staði sem eru af áhuga, svo sem Örlygsstaði.

Guðmundur Sverrir Þór, 2.3.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Hlédís

Tek heils hugar undir með ykkur! Nóg er til af brýnum og verðmætaaukandi verkefnum sem ekki kosta gjaldeyri, a m k ekki að neinu ráði.

Hlédís, 2.3.2009 kl. 23:48

4 identicon

Einfaldasta hagræna lausnin í atvinnumálunum er að banna notkun vinnuvéla og vélknúinna tækja við allar framkvæmdir og eins í landbúnaði (fullt af glaðbeittu fólki á hrífum í sumar!!!). Þá hafa allir nóg að gera. Og meðal annarra orða, þá er hugmynd þín, Sverrir, um frystingu bankakerfisins og skyldusparnað (sic) arfaslæm en það er of langt mál að gera grein fyrir því hér.  

Arnór Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 08:55

5 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Endilega gerðu nú samt grein fyrir því, þarf ekki að vera hér - þú kannt símanúmerið ;)

Guðmundur Sverrir Þór, 4.3.2009 kl. 10:11

6 Smámynd: Hlédís

Arnór! Það eru til vélknúnar vinnuvélar hér enn  Eigendur tækja af ýmsu tagi eru verkefnalausir. Gamaldags heyskap er tilvalið að nota í ferðamanna-"iðnaðinum" Leyfa ferðamönnunum sjálfum jafnvel að stunda hann ;)

Hlédís, 4.3.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband