7.4.2009 | 15:01
Búist við vaxtalækkun
Sennilega er það rétt hjá Steingrími að það er ekki gjaldeyrisleki sem veldur því að gengi krónunnar veikist. Ástæðu veikingarinnar gæti einnig verið að finna í því að Seðlabankinn tilkynnir nýja stýrivaxtaákvörðun á morgun og markaðurinn býst við lækkun vaxta og alla jafna ætti vaxtalækkun að fela í sér veikingu gjaldmiðils
Samkvæmt mínum upplýsingum býst greiningardeild eins stórs erlends banka við 1 prósentustigs lækkun, sem er töluverð lækkun og gæti að stórum hluta skýrt hraða veikingu krónunnar á undanförnum dögum.
Kann ekki skýringar á veikingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki eina ástæðan. Ef skoðaðar eru hagtölur yfir gjaldeyrisviðskipti þá sést að Seðlabankinn hefur verið að setja út á markaðinn um 1,5 milljarð í gjaldeyri mánaðarlega þar til í síðasta mánuði, þá fóru 229 milljónir út á markaðinn. Semsagt það er ekki til neinn gjaldeyri á markaðinum fyrir innflutningsaðila. Eðlilega þá orskar það lækkandi verðgildi ISK því að á sama tíma eru útflutningsfyrirtækin að loka stöðum á framvirkum samningum.
Seðlabankinn þarf því að setja gjaldeyri á markaðinn því að allar útflutningingstekjurnar fara í hítina.
Sindri Karl Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 15:11
Já en hvar á Seðlabankinn að taka gjaldeyri. Af gjaldeyristrénu hans Davíðs ?
En almennt séð um lækkun krónu þá bendir það til að meiri eftirspurn sé eftir gjaldeyri en framboð. (Fer þó eftir því hvernig verðmyndunin er nákvæmlega núna. Ekki alveg auðvelt að átta sig á því)
Svo eru ýmsar hliðar á þessu. Einhversstaðar sá ég á bloggi í morgun að það væri gott að gengið félli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 15:25
Að sjálfsögðu eru væntingar um vaxtalækkun ekki eina ástæðan fyrir veikingu krónunnar en þær hafa engu að síður töluverð áhrif. Vaxtalækkunarferlið sem margir hafa beðið um mun veikja krónuna enn meira þegar fram líða stundir og þess vegna verður ekki hægt að afnema gjaldeyrishöftin á meðan þetta ferli stendur yfir. Vissulega væri almennt æskilegt að krónan myndi veikjast töluvert við þær aðstæður sem nú ríkja en þá komum við enn að blessaðri verðtryggingunni og myntkörfulánunum. Það er einfaldlega ekki hægt að leyfa veikingu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er.
Enn ein skýring á veikingunni sem mér hefur verið bent á er að nú er verið að greiða út vexti vegna jöklabréfa.
Guðmundur Sverrir Þór, 7.4.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.