4.6.2009 | 09:12
Það sem allir vissu
Daginn sem skallapoppararnir í Duran Duran héldu tónleika í Egilshöll, 30. júní 2005, sögðu þrír fulltrúar sig úr stjórn FL Group og fullyrt var í viðskiptalífinu að viðkomandi hefðu komist að einhverju misjöfnu varðandi kaup Fons á FL Group. Þremenningarnir neituðu þó alfarið að tjá sig um málið (eftir því sem ég best veit hafa þau enn ekki gert það, a.m.k. ekki opinberlega) þannig að við blaðamenn komumst hvorki lönd né strönd og lítið kom fram um málið í fjölmiðlum enda erfitt að birta slíkar fréttir án sannana.
Eftir þetta heyrði maður alloft ýmsar sögur af meintri þátttöku FL Group í viðskiptunum. Allir virtust vita þetta en aldrei komu fram sannanir. T.d. hringi iðulega í okkur maður eftir fall FL Group og sagðist hafa fyrir því sannanir að fyrirtækið hefði farið að sveig við lögin en hann gat aldrei sýnt þær þannig að lítið var upp úr þessum fullyrðingum að hafa.
Það er ánægjulegt að yfirvöld virðist hafa sannanir fyrir því að meint brot hafi átt sér stað.
Gögn staðfesta millifærslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Rétt nafni. Vonandi nær réttlætið fram að ganga og menn sóttir til saka og sakfelldir fyrir allt þetta "drullumall". En getur verið að Duran Duran hafi átt hér einhvern hlut að máli?
Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 23:19
Ekki nema það að sagan segir að nánast öll útrásarelítan hafi verið á tónleikunum enda flestir unglingar þegar Duran Duran var upp á sitt besta.
Guðmundur Sverrir Þór, 5.6.2009 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.