Í afleitri samningsstöðu

Mikið hefur verið fjallað um samningsdrög þau vegna Icesave sem Alþingi þarf nú að greiða atkvæði um. Sitt sýnist hverjum og því er ekki að neita að um háar upphæðir er að ræða. Margir telja samning þennan mikla hneisu enda hafi Íslendingar borið skarðan hlut frá samningaborðinu. Mig grunar samt að ekki hafi verið hægt að fá betri samning og í mínum huga er það mikilvægt atriði að ekki þarf að byrja að greiða af höfuðstól fyrr en eftir sjö ár. Það gefur nauðsynlegt ráðrúm til þess að hámarka verðmæti þeirra eigna Landsbankans sem ríkið getur sett upp í skuldina.

Margir hafa látið þau orð falla að ljóst sé að ekki hafi sérhæfðir samningamenn rekið erindi íslenskra stjórnvalda og enn fleiri að samninganefndin hafi ekki spilað út því augljósa trompi að neita alfarið að borga. Vissulega hefði það getað verið óþægileg hótun í stöðunni en ég fæ ekki séð betur en að það hefði verið innantóm hótun sem hefði getað komið íslenskum stjórnvöldum í enn verri stöðu, burtséð frá því hvernig alþjóðasamfélagið hefði brugðist við (ljóst er að viðbrögð annarra ríkja hefðu verið hörð og Ísland hefði sennilega getað gleymt öllum lánveitingum). 

Stærsta vandamál íslenskra yfirvalda í þessu máli tengist að mínu mati heimamarkaðnum (eins og það hét árið 2007). Hvernig er yfirvaldi sem sjálft neitar að borga af skuldum stætt á því að neyða eigin borgara til þess að borga af sínum skuldum? Siðferðislega er þeim að minnsta kosti ekki stætt á því en það er spurning með lagalegu hliðina. Hefðu íslensk yfirvöld hótað að neita eða borga eða neitað að borga (farið í greiðsluverkfall eins og það heitir víst eða hótað greiðsluverkfalli) þá hefðu þau átt afar erfitt með að refsa þeim Íslendingum sem í kjölfarið hefðu farið í greiðsluverkfall.

Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega í afleitri samningsstöðu og mér er til efs að hægt hafi verið að semja betur.


mbl.is Minnisblaðinu stöðugt veifað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða háttsettu embættismenn fyrir hönd ríkisins skildu hafa undirritað þessa Icesave-reikninga 11.Október?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Væntanlega einhverjir úr fjármálaráðuneytinu.

Guðmundur Sverrir Þór, 8.6.2009 kl. 17:57

3 identicon

Nú er ég afskaplega dapur lögfræðingur. En ef maður skoðar Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30 May 1994 on deposit-guarantee schemes þá segir m.a. í forsendum:

"Whereas deposit protection is an essential element in the completion of the internal market and an indispensable supplement to the system of supervision of credit institutions on account of the solidarity it creates amongst all the institutions in a given financial market in the event of the failure of any of them,"

Einhver þeirra, ekki allt kerfið.

"...
Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves and, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;"

 Eftir á að hyggja a.m.k. virðast innistæðutryggingar hafa gert það á Íslandi. En þetta eru eflaust hártoganir hjá mér. Hinsvegar segir í annari grein tilskipunarinnar:

"Article 2

The following shall be excluded from any repayment by guarantee schemes:
...
- deposits arising out of transactions in connection with which there has been a criminal conviction for money laundering as defined in Article 1 of Council Directive 91/308/EEC of 10 June 1991 on prevention of the use of the financial system for the purpose of money laundering (2)."

Þetta væri áhugavert að skoða í kringum hryðjuverkalögin blessuðu. Á hvað voru þau sett? Teygja þau sig yfir þetta og skjóta sjálf sig í fótinn?

Í fjórðu grein segir:

"2. Where the level and/or scope, including the percentage, of cover offered by the host Member State guarantee scheme exceeds the level and/or scope of cover provided in the Member State in which a credit institution is authorized, the host Member State shall ensure that there is an officially recognized deposit-guarantee scheme within its territory which a branch may join voluntarily in order to supplement the guarantee which its depositors already enjoy by virtue of its membership of its home Member State scheme.

The scheme to be joined by the branch shall cover the category of institution to which it belongs or most closely corresponds in the host Member State."

Buðu Bretar upp á þetta?

Einnig má geta þess að ekki þarf að tryggja eftirtaldar innistæður:
"

List of exclusions referred to in Article 7 (2)

1. Deposits by financial institutions as defined in Article 1 (6) of Directive 89/646/EEC.

2. Deposits by insurance undertakings.

3. Deposits by government and central administrative authorities.

4. Deposits by provincial, regional, local and municipal authorities.

5. Deposits by collective investment undertakings.

6. Deposits by pension and retirement funds.

7. Deposits by a credit institution's own directors, managers, members personally liable, holders of at least 5 % of the credit institution's capital, persons responsible for carrying out the statutory audits of the credit institution's accounting documents and depositors of similar status in other companies in the same group.

8. Deposits by close relatives and third parties acting on behalf of the depositors referred to in 7.

9. Deposits by other companies in the same group.

10. Non-nominative deposits.

11. Deposits for which the depositor has, on an individual basis, obtained from the same credit institution rates and financial concessions which have helped to aggravate its financial situation.

12. Debt securities issued by the same institution and liabilities arising out of own acceptances and promissory notes.

13. Deposits in currencies other than:

- those of the Member States,

- ecus.

14. Deposits by companies which are of such a size that they are not permitted to draw up abridged balance sheets pursuant to Article 11 of the Fourth Council Directive (78/660/EEC) of 25 July 1978 based on Article 54 (3) (g) of the Treaty on the annual accounts of certain types of companies (1)."

Hvað myndi þetta spara okkur?

M.ö.o. það þarf að útskýra fyrir mér hversvegna "dómstólaleiðin" er ekki farin. Sem dapur lögfræðingur skil ég ekki alveg hversvegna við erum að taka þetta alltsaman á okkur (fyrir utan að fyrrverandi Fjármálaráðherra lofaði því). Eða er ég að misskilja?

Drengur (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 19:00

4 identicon

Ef þú ert dapur lögfræðingur Drengur þá er ég sennilega enn slakari en getur ekki verið að lykillinn sé hérna:

"whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;"

Þar sem þetta er directive frá Evrópusambandinu telst nú Ísland varla Member State. Þetta er vissulega langsótt...

Annað, það hefur margoft komið fram en flestir Íslendingar virðast annað hvort ekki meðtaka eða muna, að það voru ekki hryðjuverkalögin sem beitt voru á íslensku bankana, það var hluti af lögum sem leyfa svona aðgerðir meðal annars vegna stuðnings við hryðjuverk en líka þar sem fyrirtækið er talið geta ógnað fjárhagslegu öryggi Bretlands og það var sá liður sem beittur var gegn íslensku bönkunum. Fjarri mér að bera í bætifláka fyrir Brown en rétt skal vera rétt. Frétt mbl.is frá 10. okt. 2008

Gulli (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Spurning hvort þetta orðalag: „whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned“ hafi átt við enda var íslenska bankakerfið hrunið þegar þetta mál kom upp.

Hvað dómstólaleiðina varðar þá velti ég fyrir mér hversu miklir möguleikarnir á sigri hefðu verið. Vissulega mætti þæfa málið þannig en á meðan er hætt við að Ísland væri útilokað úr alþjóðasamfélaginu. Síðan er spurningin sem sé, hvaða fordæmi setja stjórnvöld sett eigin þjóð með því að fara þá leið?

Guðmundur Sverrir Þór, 8.6.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband