Leiðin fundin?

Á vefsíðu Aftonblaðsins er sagt frá sænskum ofurbloggara sem í kjölfar þess að Ipred-löggjöfin tók gildi hefur gripið til þess ráðs að opna þráðlaust netverk sitt þannig að hver sem er geti farið inn á vefinn í gegnum netverk hennar og náð í höfundarréttarvarið efni.

Konan, sem heitir Marie Andersson, segir að þar sem hver sem er getur komist á netið í gegnum tengingu hennar sé alls ekki hægt að sanna að hún hafi náð í efnið og þannig telur hún sig hafa komist fram hjá lögunum nýju.

Áhugavert verður að sjá hvort tilraunin tekst.

Það sem vantar í frétt mbl.is er að dagana áður en löggjöfin tók gildi jókst netumferð umtalsvert þannig að ekki er víst að netumferð sé svo mikið minni en áður var.


mbl.is Ný löggjöf dró úr netumferð í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það verða fundar margar leiðir fram hjá þessu, því fyrr sem þessir aðilar fatta það þá geta þeir farið að nýta sér tæknina í staðin fyrir að eyða tíma og pening í að berjast á móti henni.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.4.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það er nú einmitt það sem ég segi í fyrri bloggfærslu um málið, sjá tengil inni í þessari færslu.

Guðmundur Sverrir Þór, 2.4.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Samkvæmt þessari Wikipediu síðu er reyndar ekki ómögulegt að fylgjast með niðurhali og ég þori að fullyrða að hér í Svíþjóð nota netþjónustufyrirtækin þau tól sem þarf til.

Ég er sammála þér um að það er heimskulegt að reyna að koma í veg fyrir niðurhalið og það er svolítið þversagnakennt að ríkisstjórn sem kennir sig við markaðshyggju skuli taka málstað "auðvaldsins" þótt vissulega sé athæfið ólöglegt. Hins vegar sannar þetta einfaldlega það sem sumum virðist fyrirmunað að skilja; markaðir virka ekki eins og stendur í kennslubókunum.

Guðmundur Sverrir Þór, 2.4.2009 kl. 19:14

4 identicon

Þessi löggjöf er með þvílíkum ólíkindum að mér hreinlega blöskrar.

Drengur (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:52

5 identicon

Encryption er ekki leiðin til að komast framhjá IPRED, það eina sem slíkt gerir er að ekki er hægt að skoða pakkana sem sendir eru og meta innihaldið í þeim, það er ennþá hægt að vita hvaðan pakkarnir koma (frá hvaða IP tölu) og það er lykillinn í IPRED lögunum. Með því einfaldlega að byrja niðurhal á efni og skrá niður frá hvaða IP tölum það kemur er hægt að nálgast þær upplýsingar sem rétthafar þurfa (fyrir utan auðvitað að það er ennþá endalaust auðvelt fyrir rétthafana að falsa slíkar sannanir).

Betri leið framhjá þessu er að nota kerfi þar sem ekki er hægt að vita hvaðan efnið kemur, t.d. eitthvað í líkingu við OneSwarm (http://oneswarm.cs.washington.edu/). Slíkum kerfum á eftir að fjölga verulega á næstunni, bittorrent mun annað hvort breytast í áttina að þessu eða deyja út rólega.

Sverrir, í þessu máli er markaðurinn reyndar að virka nákvæmlega eins og í kennslubókunum, hann leitar að "hagkvæmari" leið til að verða sér úti um vöruna - nýjar leiðir þróast jafnóðum og einni er lokað.

Gulli (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:26

6 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Gulli: Það þarf tvo til. Væri markaðurinn að virka eins og gert er ráð fyrir í fræðunum myndu hinir skynsömu (fræðin gera ráð fyrir að allir séu skynsamir) útgefendur og höfundarréttareigendur strax sjá að verðið væri of hátt og lækka það uns jafnvægi næðist. Þess í stað leita menn undir verndarvæng löggjafans.

Drengur: Þér hefði blöskrað enn meira hefðu lögin orðið eins og til stóð í fyrstu. Þá áttu þau að vera afturvirk!!!!

Guðmundur Sverrir Þór, 3.4.2009 kl. 13:52

7 identicon

Markaðurinn er í raun bara að leita að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þar sem bara "einn aðili" (sjóræningjar) eru að útvega vöruna í því formi sem "kaupendur" vilja fá hana og þar sem það framboð var þegar ólöglegt þá gera lagasetningarnar ekkert gagn einfaldlega vegna þess að framleiðandinn hefur ekki vöruna í boði og "kaupin" halda áfram að vera jafnólögleg og þau voru áður.

Aftur á móti þegar verið er að tala um samband rétthafa og kaupenda þá er markaðurinn ekki að virka vegna þess að seljendurnir eru einfaldlega ekki á markaðnum, það er verið að reyna að þvinga kaupendur til að kaupa vöru sem þeir vilja ekki, svolítið eins og skóframleiðslan í Sovétríkjunum heitnum, markaðurinn vildi ekki kaupa pör af skóm númer 38 þar sem báðir skórnir voru á hægri fót en samt var það framleitt í vörubílaförmum. Einhverjir höfðu kannski not fyrir slíka vöru en einungis lítill hluti - þess vegna varð til svartur markaður þar sem fólk keypti vörurnar sem það raunverulega vildi fá. Markaðurinn fann sér leið, skipti bara einfaldlega um "supplier".

Gulli (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:47

8 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Sem sagt, það þarf tvo til. Það að neytendur skuli taka að sér að dreifa vörunni ókeypis sín í milli getur varla talist til þess að tvíhliða markaður sé að leita jafnvægi. Neytendurnir fara einfaldlega framhjá framleiðendunum, þetta er eins konar svartur markaður en þó er spurning hvort kalla megi það markað þar sem engin viðskipti eiga sér stað í bókstaflegri merkingu þess orðs. .

Markaðsdýnamíkin felst að mínu mati mun frekar í því neytendurnir eru með þessu að senda skilaboð sem framleiðendurnir neita að taka tillit til og með því munu þeir tapa stórfé til lengdar. Þetta er eins konar svartur markaður en þó er spurning hvort kalla megi það markað þar sem engin viðskipti eiga sér stað í bókstaflegri merkingu þess orðs. 

Guðmundur Sverrir Þór, 3.4.2009 kl. 19:27

9 identicon

Vöruskipti eru jú ennþá viðskipti ;)

Gulli (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 21:56

10 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það má kannski kalla þetta vöruskipti þar sem maður hleður víst upp efni þegar maður er að hlaða því niður, amk með torrent tækninni. En ef mér skjátlast ekki þá eru flestir þeirra sem ná sér í tónlist á netinu einungis að "fríræda" og taka því varla þátt í vöruskiptum nema fyrir slysni ef þannig má að orði komast.

Guðmundur Sverrir Þór, 4.4.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband